Færsluflokkur: Lífstíll
25.5.2011 | 08:28
Fluttur
15.4.2011 | 10:21
Enn um blessaðan plastferhyrninginn.
Eins og þeir sem þetta lesa eru sjálfsagt búnir að átta sig á, er ég lítið fyrir plast. Þessi andúð mín nær einnig til plastspjaldanna sem við notum til að borga með. Reyndar lagði ég VISA kortinu fyrir 3 árum. En Debetkortið er ég því miður enn að nota - fylgist bara rosalega vel með hvað fer út af því. En af hverju þessi andstyggð á kreditkortum?
Jú sjáið nú til.
Ástæða þess að það borgar sig að nota frekar peninga (þar er annars vegar um að ræða blöð með lit , tölustöfum og myndum sem sýna ákveðin verðgildi og hins vegar kringlulaga mynt úr málmi sem einnig hafa tölur og myndir sem tákna verðgildi
Þannig var nú það. Og þetta er skemmtilegasta og mest "eye opening" útskýring sem ég hef fengið á kreditkortinu. Og var ekki lengi að leggja því - ætla sko ekki að gefa bönkunum og auðmönnunum meira en ég hef nú þegar gert
Hér er líka gagnleg umfjöllun um krítarkortin.

11.4.2010 | 00:29
Óvænt útgjöld
Hef verið óvenju blönk upp á síðakastið en það er vegna óvæntra útgjalda sem komu upp tvo mánuði í röð og ekki fékkst ráðið við. Og þá var nú gott að eiga varasjóð (þótt hann dygði nú reyndar ekki til). Það munar nefnilega um hverja krónuna sem þarf að taka að láni. Varasjóðinn held ég einmitt fyrir svona óvænt útgjöld - bíllinn bilar eða þvottavélin bræðir úr sér. Ég legg til hliðar 5 - 10 þúsund krónur á mánuði á sérstakan reikning sem ekki er snertur nema í neyð. Ef ekkert gerist fitnar hann hægt og sígandi og einhverntíman kemur kannski að því að hægt er að endurskoða tilgang hans og breyta honum í t.d. ferðasjóð - en þangað til er hann ómissandi búskaparfélagi sem virkar sem öryggisnet ef upp koma óvænt útgjöld.
25.10.2009 | 23:25
Ekki seinna vænna að byrja á jólagjöfunum!
Akkúrat tveir mánuðir til jóla. Sem sannur nurlari er ég ekki að eyða stórfé í jólagjafir. Þið vitið að það er hugurinn sem gildir. Þannig að ég er byrjuð á jólagjöfunum. Allt heklað, prjónað og bakað. Nema kannski ef börnin mín og barnabörnin bráðvantar eitthvað sem ekki er heklað eða prjónað - þá kannski verður buddan tekin upp. Helst kaupi ég ekki nýja hluti og leita fyrst hvort það sem vantar er ekki til notað áður en ég fer í samanburðarleiðangur til að finna hagstæðasta verðið. Það er góð regla að kaupa aldrei gjafir á síðustu stundu (frekar en nokkuð annað) því þá hættir fólki til að kaupa bara eitthvað til að friða samviskuna. Heimabakað brauð eða smákökur í krukku með rauðum borða eru mun betri gjöf en eitthvað sem keypt er af hugmyndaleysi á síðustu stundu.
Nokkrar hugmyndir að heimagerðum gjöfum:
- heimabakaðar smákökur, formkökur eða brauð
- heimagerð sulta eða chutney
- heimagert konfekt
- heklaðar/prjónaðar húfur, vettlingar, handstúkur, leistar, inniskór, sjöl eða værðarvoðir
- handgert jólaskraut
- handgerðir nytjahlutir eins og diskamottur, glasamottur, dúkar, rúmteppi, púðar, innkaupapokar, sokka-/skópokar, tuskumottur, pottaleppar, hitahlífar, sparibaukar, eldhús-/garðyrkjusvuntur, hárskraut, farsímabönd/-töskur, gleraugnahulstur, skartgripir, uppskriftabækur, skipulagsbækur, heilræðabækur eða húsráðabækur og hvað annað sem ykkur dettur í hug
Látið hugmyndaflugið og tilfinningarnar í garð fólksins ykkar leiða ykkur í gjöfunum. Gjöf sem gefin er af hlýju og ástúð er besta gjöfin sama hvað hún kostar.
PS. Fann þennan link á fleiri sniðugar hugmyndir að heimagerðum jólagjöfum: http://notmadeofmoney.com/blog/2006/11/50-homemade-gift-ideas-from-around-the-web.html