Óvænt útgjöld

Hef verið óvenju blönk upp á síðakastið en það er vegna óvæntra útgjalda sem komu upp tvo mánuði í röð og ekki fékkst ráðið við. Og þá var nú gott að eiga varasjóð (þótt hann dygði nú reyndar ekki til). Það munar nefnilega um hverja krónuna sem þarf að taka að láni. Varasjóðinn held ég einmitt fyrir svona óvænt útgjöld - bíllinn bilar eða þvottavélin bræðir úr sér. Ég legg til hliðar 5 - 10 þúsund krónur á mánuði á sérstakan reikning sem ekki er snertur nema í neyð. Ef ekkert gerist fitnar hann hægt og sígandi og einhverntíman kemur kannski að því að hægt er að endurskoða tilgang hans og breyta honum í t.d. ferðasjóð - en þangað til er hann ómissandi búskaparfélagi sem virkar sem öryggisnet ef upp koma óvænt útgjöld.

Appliance_Repair_man


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband