17.9.2009 | 22:33
Nurlarabyrjun.
Halló elskurnar mínar.
Ég hef lengi gengið með það í maganum að blogga dáldið um nurl og nýzku og leiðir til að spara sem mest og best. Í þessu árferði þarf að halda í hverja krónu og grunnurinn í nurlinu er að nota ekki peningana sína nema til þarfra hluta. Læra að þekkja muninn á að langa í eða vanta og nota ekki peninga nema þess gerist virkilega þörf.
Það er ekki þar með sagt að maður geti ekki lifað ágætis lífi og oft er virkilega skemmtilegt að velta því fyrir sér hvernig maður geti sparað sem mest. Hjá mér er þetta orðið hið mesta sport og keppni um hvað ég geti komist af með lítið
En í þessu fyrsta nurlbloggi ætla ég að gefa ykkur vefsíður sem styðja enn frekar nurlið:
hér er gamla nýzkupúkasíðan mín: http://barnaland.is/barn/66370/
og hér eru nokkrar til viðbótar:
http://okursidan.blogspot.com/
Eigið gott kvöld og gleðilegan morgundag,
Nurlarinn