Hreint út sagt!

Hreinlæti er næst Guðdómnum sagði einhversstaðar. Og víst er það að flestum líður betur ef búkurinn er hreinn. Þetta vita snyrtivöruframleiðendur og keppast við að selja okkur alls konar dót sem á að gera okkur hreinni og betur lyktandi en nokkuð annað. En öllu má ofgera og allt það magn af sápum, sjampói og ýmsum hreinlætisvörum sem við notum er farið að hafa slæm áhrif á lífríki jarðarinnar. Og sá peningur sem við eyðum í þetta er allt of mikill, að mínu mati. Þegar ég fór að spara reiknaði ég það út að gamaldags hörð sápa er helmingi ódýrari en pumpusápan og endist 4-5 sinnum lengur. Til að þvo hárið þarf ekki nema sem samsvarar 1-2 teskeiðum af sjampói og af hárnæringu þarf ekki nema eina teskeið. Núna dugar sjampóbrúsinn í 2 mánuði og hárnæringin í 4. Þótt þetta sé e.t.v. ekki mikill sparnaður þá munar um minna og mér finnst ég líka vera að leggja af mörkum til náttúrunnar með því að nota minni sápu.

Þannig að það er hægt að vera hreinn án þess að sápulöðrið fljóti út úr baðherberginu Wink

hand_washing

Óþarflega mikil sápa!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Góð ábending

, 22.9.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott

Jónína Dúadóttir, 26.9.2009 kl. 17:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband