30.9.2009 | 21:52
Burðurinn úr búðinni.
Ég lofaði í síðasta pistli að fjalla aðeins um plastpoka í þessum pistli. Svo hér er það:
Margir kaupa plastpoka undir vörurnar í búðinni og segja sem svo að þeir geti notað þá fyrir ruslapoka. Er ekki dáldið dýrt að borga 15 krónur undir ruslið sitt? Þegar ég var að alast upp var öskutunnan úr járni og í eldhúsinu var fata sem í fór allt rusl og því var hent pokalausu í öskutunnuna Dáldið ógeðslegt en ruslið brotnaði líka hraðar niður á öskuhaugunum. Spurning hvort maður takið það upp aftur - er stundum að hugsa um það. Vera bara með einn stóran poka í öskutunnunni og setja ruslið laust í hann
Jæja aftur til baka að plastpokunum - 15 krónur undir ruslið sagði ég - plastpokar á rúllu kosta ekki nema 5 kr. stykkið. Ef notaður er einn poki á dag sparar maður 3650 krónur á ári m.þ.a. nota frekar rúllupoka en innkaupapoka. Og því borgar sig að nota margnota innkaupapoka. Hægt er að fá alls konar töskur og tuðrur fyrir slikk í IKEA, Tiger og Söstrene Grene en vitaskuld er ennþá betra (og skemmtilegra) að búa til sína eigin innkaupapoka. Bara hanna þá eftir því sem hentar hverju heimili - saumaða, prjónaða heklaða. Ég var svo heppin að krakkarnir gerðu poka í leikskólanum og kvenfélagið var að selja tuðrur til styrktar góðu málefni og þannig fékk ég 3 poka. Það dugar mér oftast í vikuinnkaupunum og svo á ég 2 tuðrur til viðbótar ef ég þarf að kaupa rosalega mikið
Þegar ég var krakki voru til innkaupanet sem komust í vasa manns en dugðu þó undir mjólkurpott, skyr og brauð sem var nú það helsta sem krakkar voru sendir eftir í búðina. Fann uppskrift að slíku neti á hinu netinu og ég læt fljóta með:
Athugasemdir
Flott net á netinu
Jónína Dúadóttir, 30.9.2009 kl. 21:57