Stoppað í sokka.

Margir tala um að það borgi sig ekki að stoppa í sokka því hægt sé að kaupa svo ódýra sokka að það taki því ekki. Ég er ekki sammála. Dóttir mín fer t.d. alltaf út úr sokkum og sokkabuxum á stórutánum (jú ég klippi á henni neglurnar Tounge ) og þar sem restin af sokknum/sokkabuxunum er heil þá stoppa ég bara víst í götin Smile  Það er enga stund gert og endir líftíma, m.a.s. lélegustu sokka, um 2 - 3 mánuði. Og mig munar um það hvort ég kaupi sokka/-buxur á 3 mánaða fresti eða 6 mánaða fresti jafnvel þótt ég fái þrennar sokkabuxur fyrir 1500kr. í Rúmfatalagernum. Sokkar slitna líka oft á hælunum og það getur borgað sig að sauma nokkra styrktarþræði í hælinn áður en komið er gat. Það er ekkert mál að stoppa í sokka og um að gera að kenna börnunum sínum það því ég er ekki viss um að það sé partur af handmenntakennslunni í grunnskólunum í dag. Hún langamma mín kenndi mér að stoppa í sokka og hún átti mjög sniðugt stoppuegg úr tré. Það mótar gatið betur undir stoppið og hindrar að auki að maður stingi sig. Það mætti líka láta krakka gera sér stoppuegg í handmennt. Eggið hennar langömmu minnar er á stærð við álftaregg og er efnið strekkt yfir það og síðan stoppað í á hefðbundinn hátt:

- stoppuþráðurinn dreginn fram og til baka yfir gatið í eina átt og síðan snúið og saumað 90° á þráðinn og þráðurinn ofinn í.  Best er að þræða stoppuþráðinn ca 2cm út fyrir gatið - það styrkir stoppið enn betur.

Fig-100-A-the-wrong-side-of-the-stocking-darn-putting-i

Það er líka hægt að stoppa í aðrar flíkur en sokka og því er gott að koma sér upp fataviðgerðarkörfu með stoppugarni í helstu litum og gera við fötin frekar en henda þeim. Með því að kaupa frekar góðan fatnað og gera við hann eftir þörfum er hægt að spara sér heilmikinn pening þegar til lengri tíma er litið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott hjá þér !

Jónína Dúadóttir, 18.10.2009 kl. 16:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband