Ekki seinna vænna að byrja á jólagjöfunum!

Akkúrat tveir mánuðir til jóla. Sem sannur nurlari er ég ekki að eyða stórfé í jólagjafir. Þið vitið að það er hugurinn sem gildir. Þannig að ég er byrjuð á jólagjöfunum. Allt heklað, prjónað og bakað. Nema kannski ef börnin mín og barnabörnin bráðvantar eitthvað sem ekki er heklað eða prjónað - þá kannski verður buddan tekin upp. Helst kaupi ég ekki nýja hluti og leita fyrst hvort það sem vantar er ekki til notað áður en ég fer í samanburðarleiðangur til að finna hagstæðasta verðið. Það er góð regla að kaupa aldrei gjafir á síðustu stundu (frekar en nokkuð annað) því þá hættir fólki til að kaupa bara eitthvað til að friða samviskuna. Heimabakað brauð eða smákökur í krukku með rauðum borða eru mun betri gjöf en eitthvað sem keypt er af hugmyndaleysi á síðustu stundu.

Nokkrar hugmyndir að heimagerðum gjöfum:

- heimabakaðar smákökur, formkökur eða brauð

- heimagerð sulta eða chutney

- heimagert konfekt

- heklaðar/prjónaðar húfur, vettlingar, handstúkur, leistar, inniskór, sjöl eða værðarvoðir

- handgert jólaskraut

- handgerðir nytjahlutir eins og diskamottur, glasamottur, dúkar, rúmteppi, púðar, innkaupapokar, sokka-/skópokar, tuskumottur, pottaleppar, hitahlífar, sparibaukar, eldhús-/garðyrkjusvuntur, hárskraut, farsímabönd/-töskur, gleraugnahulstur, skartgripir, uppskriftabækur, skipulagsbækur, heilræðabækur eða húsráðabækur og hvað annað sem ykkur dettur í hug

Látið hugmyndaflugið og tilfinningarnar í garð fólksins ykkar leiða ykkur í gjöfunum. Gjöf sem gefin er af hlýju og ástúð er besta gjöfin sama hvað hún kostar.

1693_main_untitled     

PS. Fann þennan link á fleiri sniðugar hugmyndir að heimagerðum jólagjöfum: http://notmadeofmoney.com/blog/2006/11/50-homemade-gift-ideas-from-around-the-web.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband