29.10.2009 | 20:30
Ódýramatarlistinn
Þegar krakkarnir voru að komast á unglingsárin fannst mér mikilvægt að þau gerðu sér grein fyrir því hvað kostaði að lifa og því dró ég þau með mér í bankann að borga reikninga og búðir að kaupa inn til heimilisins. Þeim þótti þetta ekkert slæmt (sérstaklega ekki búðarferðirnar) en fóru fljótlega að hugleiða hvað hlutirnir kostuðu. Sonur minn, þá 12 ára, útbjó þá lista yfir þá matvöru sem var að hans mati ódýrust. Ég set hann hér inn óbreyttan bara svona meira til gamans.
Ódýrar nauðþurftir:
Haframjöl, sulta, egg, majones, baunir, kínakál, fiskibollur í dós, kartöflur, epli, appelsínur, kýrhakk, vatn, mjólk, undanrenna, hrísgrjón, pasta, hveiti, sykur, bananar, pakkasúpur, heimabakaðir snúðar, laukur, hvítkál, lifur og annar innmatur, Vilkósúpa, niðursoðnir ávextir, súrmjólk, skyr, kex
Ég á þennan lista enn þótt liðin séu mörg ár frá því hann var gerður og drengurinn orðinn fullorðinn
Athugasemdir
Æ já það er gaman að eiga í fórum sér svona ómetanlegar minningar af börnunum sínum
, 29.10.2009 kl. 22:21
Gaman að þessu
Jónína Dúadóttir, 29.10.2009 kl. 23:16